Segir leitt að 53 ára skólastarfi að Húnavöllum hafi lokið svona skyndilega Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2022 08:01 Alls voru um þrjátíu grunnskólabörn sem stunduðu nám í Húnavallaskóla í vor. Nú hefur skólahald þar verið lagt af og segir sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Gíslason, sem var formaður sameiningarnefndar, að ákvörðun meirihlutans nú ekki eiga neitt skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Húnavatnshreppur Harðar deilur hafa staðið innan sveitarstjórnar hinnar nýju Húnabyggðar um þá ákvörðun hennar að hætta grunnskólastarfi í Húnavallaskóla og sameina skólastarfið Blönduskóla á Blönduósi strax í haust. Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður. Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður.
Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira