Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:01 Joe Flacco er leikstjórnandi Jets. Cooper Neill/Getty Images Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27]. NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27].
NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira