Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 23:31 Hinn 35 ára gamli Gunnar á að baki 68 A-landsleiki fyrir Færeyjar. Nils Petter Nilsson/Getty Images Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. „Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
„Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira