Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 23:40 Lögreglan í Naples, borg á suðvesturströnd Flórída, birti þess mynd á Twitter. twitter/ Naples Police Dept. Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. Bylurinn er fjórða stigs fellibylur og vindhviður hans hafa náð allt að 70 m/s, fréttastofur vestanhafs hafa þegar fjallað um bylinn sem þann öflugasta á undanförnum árum. Bylurinn gekk á land á eyjunni Cayo Costa við suðvesturströnd Flórídaskagans. Síðan þá hefur hann unnið sig inn að landi og valdið flóðum í borgum og bæjum í kring. Mynd sem sýnir líklega áfangastaði fellibylsins. Spáin gerir ráð fyrir því að bylurinn fari norðaustur yfir skagann og síðan í átt að Suður-Karólínu á föstudag og Norður-Karólínu á laugardag.skjáskot/google Fréttaveitan NBC birti til að mynda myndband af flóðum í Naples, sem er nokkuð suður af þeim stað sem bylurinn gekk á land. Gríðarlegur vatnsflaumur gengur nú yfir strandlengjuna og umbreytir um leið bæjum, sem jafnan eru rólegir sólstrandarbæir, í hamfarasvæði. Water rushes into a parking garage at Pelican Bay in Naples.📹: Jeffrey Kepka pic.twitter.com/nbR9wnbe2m— NBC2 (@NBC2) September 28, 2022 Ríkisstjórinn Ron DeSantis segir Ian ógna lífi fjölda fólks og bætti við að vatnsflaumurinn nái allt að 3,7 metrum að hæð. „Þetta er bylur sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar, sögulegur atburður í raun“ segir Ken Graham, forstjóri veðurstofu Bandaríkjanna í samtali við Reuters. Slökkvilið Naples birti að auki myndband af flóðinu þar í borg: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ldT__DoVfAs">watch on YouTube</a> Eins og áður segir hafði Ian áður gengið á land á Kúbu. Þar hafa 50 þúsund þurft að flýja heimili sín og víða á eyjunni hefur enn ekki tekist að koma rafmagninu á. Veðurspá gerir ráð fyrir að bylurinn gangi yfir Flórída skagann og þaðan áleiðis að Suður-Karólínu áður en yfir lýkur. snúa við til glasgow. tvær vélar lentar á Egilstöðum hjá icelandair Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Bylurinn er fjórða stigs fellibylur og vindhviður hans hafa náð allt að 70 m/s, fréttastofur vestanhafs hafa þegar fjallað um bylinn sem þann öflugasta á undanförnum árum. Bylurinn gekk á land á eyjunni Cayo Costa við suðvesturströnd Flórídaskagans. Síðan þá hefur hann unnið sig inn að landi og valdið flóðum í borgum og bæjum í kring. Mynd sem sýnir líklega áfangastaði fellibylsins. Spáin gerir ráð fyrir því að bylurinn fari norðaustur yfir skagann og síðan í átt að Suður-Karólínu á föstudag og Norður-Karólínu á laugardag.skjáskot/google Fréttaveitan NBC birti til að mynda myndband af flóðum í Naples, sem er nokkuð suður af þeim stað sem bylurinn gekk á land. Gríðarlegur vatnsflaumur gengur nú yfir strandlengjuna og umbreytir um leið bæjum, sem jafnan eru rólegir sólstrandarbæir, í hamfarasvæði. Water rushes into a parking garage at Pelican Bay in Naples.📹: Jeffrey Kepka pic.twitter.com/nbR9wnbe2m— NBC2 (@NBC2) September 28, 2022 Ríkisstjórinn Ron DeSantis segir Ian ógna lífi fjölda fólks og bætti við að vatnsflaumurinn nái allt að 3,7 metrum að hæð. „Þetta er bylur sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar, sögulegur atburður í raun“ segir Ken Graham, forstjóri veðurstofu Bandaríkjanna í samtali við Reuters. Slökkvilið Naples birti að auki myndband af flóðinu þar í borg: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ldT__DoVfAs">watch on YouTube</a> Eins og áður segir hafði Ian áður gengið á land á Kúbu. Þar hafa 50 þúsund þurft að flýja heimili sín og víða á eyjunni hefur enn ekki tekist að koma rafmagninu á. Veðurspá gerir ráð fyrir að bylurinn gangi yfir Flórída skagann og þaðan áleiðis að Suður-Karólínu áður en yfir lýkur. snúa við til glasgow. tvær vélar lentar á Egilstöðum hjá icelandair
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira