Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:20 Af hverju vill hún ekki herstöð á Íslandi, gæti forseti Alþingis Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verið að hugsa á þessu augnabliki sem ljósmyndari Vísis fangaði í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10