Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti

Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu.

Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum
Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit.

Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur
Skemmdarverkin sem voru unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti árið 2022 voru umfangsmesti leki gróðurhúsalofttegundarinnar metans sem um getur. Losunin var margfalt meiri en vísindamenn áætluðu fyrst eftir sprengingarnar.

Sagðir hafa lagt á ráðin um skemmdarverkin á Nord Stream í ölæði
Hugmyndin um að vinna skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum er sögð hafa orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Herforingi hafi hunsað fyrirmæli Volodýmýrs Selenskíj forseta um að hætta við árásina.

Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna
Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma.

Skemmdir á öðrum sæstreng í Eystrasalti
Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur.

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum
Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream
Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu.

Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream
Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar.

Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni
Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn.

Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum
Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi.

Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður
Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður.

Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum.

Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun
Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni.

Svíar á svæðinu sólarhring áður en meint skemmdarverk átti sér stað
Fjórir lekar fundust á Nord stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti á dögunum og telur Atlantshafsbandalagið að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Norrænir jarðskjálftamælar urðu varir við tvær sprengingar á svæðinu. Sænski sjóherinn sinnti eftirliti á svæðinu þangað til sólarhring áður en meintu skemmdarverkin áttu sér stað.

Lekinn í Eystrasalti lítill hluti af losun manna á metani
Þrátt fyrir að þúsundir tonna af jarðgasi velli út um göt á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur er lekinn lítill í samanburði við aðra losun manna á metani. Áætlað er að ef allt gasið í leiðslunum læki út í andrúmsloftið næmi það um 0,1% af heildarlosun á metani í heiminum.

Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa
Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi.

Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni
Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi
Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi.

Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn
Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu.

Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega
Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum.

Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans
Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands.

Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk
Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum.

Greindu sprengingar við Nord Stream leiðslurnar
Tvær sprengingar greindust greinilega á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Þá birtu Danir í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins.

Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir
Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar.