Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Snorri Másson skrifar 30. september 2022 10:54 Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan eins og listinn leit upphaflega út. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er ekki á myndinni og Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson eru nú óháðir bæjar- og varabæjarfulltrúar. Flokkur fólksins Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06
Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13