Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala en vegna álags gæti reynst nauðsynlegt að forgangsraða eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði.
Þeir sem leiti á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda geti átt von á langri bið og ætti því að leita annað.
Landspítali bendir á önnur úrræði eins og heilsugæslustöðvarnar, sem eru fimmtán talsins og til viðbótar eru fjórar einkareknar, kvöld- og helgarvakt lækna hjá Læknavaktinni í Austurveri, og símatíma hjúkrunarfræðinga, 1770 og 1700.