Meðlimir sértrúarsafnaðar flúðu úr haldi í Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 15:38 Félagar úr söfnuðinum Lev Tahor brutu sér leið fram hjá fulltrúum mexíkóskra innflytjendayfirvalda í Chiapas-ríki. Um tuttugu meðlimir gyðinglegs sértrúarsafnaðar í Mexíkó flúðu úr haldi lögreglu. Húsleit var gerð í búðum safnaðarins fyrir helgi vegna gruns og mansal og alvarleg kynferðisbrot. Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar. Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar.
Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47