Alfons lék allan leikinn í hægri bakverðinum og hjálpaði liði sínu að vinna góðan 1-4 útisigur eftir að staðan í leikhléi var 1-1.
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttunni um 2.sæti deildarinnar en með sigrinum fór Bodo/Glimt einu stigi upp fyrir Lilleström þegar sex umferðir eru eftir af mótinu.
Molde er með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar og er því komið með níu fingur á titilinn.
Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Valerenga sem vann 4-0 sigur á Stromsgodset.