Níu miðahafar voru með annan vinning í Jóker og fékk hver og einn hundrað þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Firði, Shellskálanum Hveragerði, fjórir á heimasíðu Lottó, einn á Lottóappinu og tveir miðanna eru í áskrift.
Enginn var aftur á móti með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins þannig að potturinn verður fjórfaldur næsta laugardag. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út í kvöld.