Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 13:40 Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson eru afbrotafræðingar. Bylgjan Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan: Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan:
Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01