Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2022 13:31 Brandur Bryndísarson Karlsson ásamt Rahul Bharti. Aðsend Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. Erfiðleikar og framfarir Blaðamaður ræddi við Brand um ferlið á bak við myndina og það sem framundan er. „Ferlið hefur verið fullt af erfiðleikum og framförum. Hugmyndin um að maður fær út úr því það sem maður setur í það á svo sannarlega við hér,“ segir Brandur og bætir við: „Nú er Rahul kominn til að vera með mér og mun vinna áfram að því að koma mér á fætur á ný eftir meira en áratug í hjólastól.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) Myndin var sem áður segir frumsýnd í gærkvöldi en verður aftur sýnd næstkomandi fimmtudag, 6. október, klukkan 22:00. Brandur segist hafa kviðið fyrir að sjá myndina og endurupplifa það sem hann fór í gegnum en hann hlakkaði á sama tíma til. Hann segir samstarfið við Loga hafa verið öflugt. „Hann Logi er klárlega með einhvern drifkraft og náðargáfu sem er búin að veita mér hvatningu í gegnum þetta allt saman. Það verður gaman að heyra hvað öðrum finnst.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) List og jarðfræði Brandur er listamaður og vinnur nú að einkasýningunni Erupt! sem verður samhliða listamessunni Torg á Korpúlfsstöðum. Sýningin opnar 15. október næstkomandi. „Erupt er sýning sem var lengi í mótun en kom svo öll út á stuttum tíma.“ Brandur segist vera allt annar maður í dag en hann var fyrir þremur árum.Aðsend Brandur segist sækja innblástur til foreldra sinna sem bæði eru heimsvirtir jarðfræðingar. „Sýningin dregur athygli að því magnaða starfi sem íslenskir jarðfræðingar lagt til og aukið þekkingu okkar á jarðfræði og hegðun eldgosa.“ Þetta er fimmta einkasýning Brands en fyrri sýningar hans hafa snúist um leit hans að tengingu við náttúruna og að horfa inn á við til að sjá hvernig allt breytist með tíma og ástundun. Hann segir að lokum að fyrir honum sé myndin Atomy sérstök áminning um akkúrat það. „Þegar ég horfi á sjálfan mig fyrir þremur árum þá finnst mér ég vera alveg annar maður í dag.“ Menning Myndlist Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fimm daga hringferð Brands lokið 8. apríl 2017 19:30 Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Erfiðleikar og framfarir Blaðamaður ræddi við Brand um ferlið á bak við myndina og það sem framundan er. „Ferlið hefur verið fullt af erfiðleikum og framförum. Hugmyndin um að maður fær út úr því það sem maður setur í það á svo sannarlega við hér,“ segir Brandur og bætir við: „Nú er Rahul kominn til að vera með mér og mun vinna áfram að því að koma mér á fætur á ný eftir meira en áratug í hjólastól.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) Myndin var sem áður segir frumsýnd í gærkvöldi en verður aftur sýnd næstkomandi fimmtudag, 6. október, klukkan 22:00. Brandur segist hafa kviðið fyrir að sjá myndina og endurupplifa það sem hann fór í gegnum en hann hlakkaði á sama tíma til. Hann segir samstarfið við Loga hafa verið öflugt. „Hann Logi er klárlega með einhvern drifkraft og náðargáfu sem er búin að veita mér hvatningu í gegnum þetta allt saman. Það verður gaman að heyra hvað öðrum finnst.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) List og jarðfræði Brandur er listamaður og vinnur nú að einkasýningunni Erupt! sem verður samhliða listamessunni Torg á Korpúlfsstöðum. Sýningin opnar 15. október næstkomandi. „Erupt er sýning sem var lengi í mótun en kom svo öll út á stuttum tíma.“ Brandur segist vera allt annar maður í dag en hann var fyrir þremur árum.Aðsend Brandur segist sækja innblástur til foreldra sinna sem bæði eru heimsvirtir jarðfræðingar. „Sýningin dregur athygli að því magnaða starfi sem íslenskir jarðfræðingar lagt til og aukið þekkingu okkar á jarðfræði og hegðun eldgosa.“ Þetta er fimmta einkasýning Brands en fyrri sýningar hans hafa snúist um leit hans að tengingu við náttúruna og að horfa inn á við til að sjá hvernig allt breytist með tíma og ástundun. Hann segir að lokum að fyrir honum sé myndin Atomy sérstök áminning um akkúrat það. „Þegar ég horfi á sjálfan mig fyrir þremur árum þá finnst mér ég vera alveg annar maður í dag.“
Menning Myndlist Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fimm daga hringferð Brands lokið 8. apríl 2017 19:30 Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30