Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2022 15:26 Ummæli Einars Jónssonar eftir leikinn gegn FH eru komin inn á borð aganefndar HSÍ. vísir/diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld. Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld.
Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira