Musk, eigandi rafbílaframleiðandands Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum með umdeildum skoðunum og vafasömum fullyrðingum undanfarin misseri. Tillaga sem um frið á milli Úkraínu og Rússlands sem hann tísti í dag hefði getað komið frá Kreml.
Lagði Musk til að ólöglegar atkvæðagreiðslur sem leppstjórar Rússa í Úkraínu héldu um innlimum fjögurra úkraínskra héraða á dögunum yrðu endurteknar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Rússneski herinn yfirgæfi héruðin ef það væri vilji íbúanna þar.
Rússar fengju Krímskaga, sem þeir innlimuðu ólöglega árið 2014, varanlega en svæðinu væri tryggt aðgang að drykkjarvatni. Þá lagði hann til að Úkraína yrði hlutlaus, það er að segja, sæktist ekki eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu eða Evrópusambandinu.
Ukraine-Russia Peace:
— Elon Musk (@elonmusk) October 3, 2022
- Redo elections of annexed regions under UN supervision. Russia leaves if that is will of the people.
- Crimea formally part of Russia, as it has been since 1783 (until Khrushchev s mistake).
- Water supply to Crimea assured.
- Ukraine remains neutral.
Hélt Musk því fram að þetta yrði hvort eð er mjög líklega lyktir stríðsins, aðeins væri spurning hversu margir létu lífið áður. Einnig væri mögulegt, þótt ólíklegt væri, að stríðið leiddi til kjarnorkustríðs.
Tillögurnar fóru öfugt ofan í fulltrúa Úkraínu, þar á meðal Andríj Melnyk, sendiherra landsins í Þýskalandi.
„Farðu norður og niður er diplómatíska svarið mitt til þín, @elonmusk,“ tísti sendiherrann á móti.
Fuck off is my very diplomatic reply to you @elonmusk
— Andrij Melnyk (@MelnykAndrij) October 3, 2022
Mykhailo Podoljak, ráðgjafi Volodýmýrs Selenskíj Úkraínuforseta, setti fram sínar eigin tillögur sem honum voru meira að skapi. Í fyrsta lagi frelsaði Úkraína landsvæði sín, þar á meðal Krímskaga, í öðru lagi yrði Rússland gert hernaðarlega óvirkt og afkjarnavopnað til að það gæti ekki ógnað öðrum ríkjum og í þriðja lagi yrðu stríðsglæpamenn dregnir fyrir alþjóðadómstóla.
.@elonmusk there is a better peace plan.
— (@Podolyak_M) October 3, 2022
1. liberates its territories. Including the annexed Crimea.
2. undergoes demilitarization and mandatory denuclearization so it can no longer threaten others.
3. War criminals go through international tribunal.
Let s vote?