Samkvæmt upplýsingum af vettvangi voru bæði ökumaður og farþegin við meðvitund, annar töluvert slasaðri en hinn. Þeir voru fluttir af vettvangi í sjúkrabifreið. Mildi var að enginn gangandi eða hjólandi vegfarandi var á ferð á þeim tíma sem slysið varð.
Lokað var fyrir umferð um Suðurlandsbraut í vesturátt á meðan vettvangur rannsakaður. Umferð var beint um Reykjaveg.


