Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 13:01 Veigar Áki Hlynsson er einn af ungu strákunum í KR sem fá liðið í fangið nú þegar margir reynsluboltar eru horfnir á braut. Vísir/Vilhelm Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira