Vill gefa Reykjavík risaeðlu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 16:51 Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann. Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári. Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári.
Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira