Instant leiddi LAVA til sigurs

Snorri Rafn Hallsson skrifar
instant

Leikurinn fór fram í hinu sívinsæla Nuke. LAVA vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. Skammbyssulotan féll aftur á móti með Breiðabliki sem krækti einnig í næstu tvær lotur með WNKR fremstan í flokki. LAVA vann fjórðu lotuna með þrefaldri fellu frá Instant og jafnaði fljótlega í 3–3.

Stórar fellur frá Lillehhh komu Breiðabliki aftur yfir í deiglulotu. LAVA var þó komið á gott ról og raðaði inn síðustu 8 lotunum í fyrri hálfleik. Vappinn gerði lítið fyrir Breiðablik en leikmenn LAVA, Instant, Spike og Stalz hittu virkilega vel til að vinna einvígin og skapa sér tækifæri.

Staða í hálfleik: Breiðablik 4 – 11 LAVA

LAVA var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í upphafi síðari hálfleiks og bæta 3 lotum í viðbót til að koma sér í stöðuna 14–4 með fjórfaldri fellu frá Instant.

Breiðablik átti góðan sprett í vörninni í síðari hálfleik þar sem Lillehhh var allt í öllu, með ás minnkaði hann muninn í 14–7. LAVA hafði hins vegar of stórt forskot og þurfti ekki nema að hitta á réttar tímasetningar til að vinna leikinn. TripleG innsiglaði svo sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu.

Lokastaða: Breiðablik 9 – 16 LAVA

Með sigrinum hífði LAVA sig upp um eitt sæti á töflunni en þar sem Fylkir tapaði sínum leik færðist Breiðablik einnig upp um eitt sæti þrátt fyrir tapið.

Næstu leikir liðanna:

  • LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30.
  • TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30.

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Tilþrifin: Furious tryggir Breiðablik sinn fyrsta sigur

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GOeftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það furious í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Leikirnir