Telur glæpsamlegt að aðgangur að tölvupósti formanns hafi verið veittur Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 11:18 Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, er misboðið yfir að fyrrverandi formaður Eflingar hafi fengið aðgang að opinberu tölvupóstfangi forvera síns í embættinu. Vísir/Vilhelm Formaður VR fullyrðir að það hafi verið glæpsamlegt að fyrrverandi formanni Eflingar hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti forvera síns í embættinu, Sólvegar Önnu Jónsdóttur. Farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk sem ekki skuli stigið yfir. Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot
Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira