Vikan framundan: AGS uppfærir spá sína um hagvöxt í heimshagkerfinu

Í vikunni mun Seðlabankinn meðal annars birta nýjar mánaðartölur um kortaveltu en á liðnu sumri var heildarvelta erlendra greiðslukorta í hæstu hæðum. Á erlendum vettvangi ber hæst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á morgun, þriðjudag, koma með uppfærða hagspá sína. Fastlega er gert ráð fyrir að þar verði boðaður enn minni hagvöxtur á heimsvísu en áður var spáð og eins meiri verðbólgu.