„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 7. október 2022 22:51 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þhálfari Keflvíkinga, var gríðarlega sáttur með sigurinn í kvöld. vísir/vilhelm Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran. „Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“ Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
„Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“
Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum