Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra tæpar 300 þúsund krónur. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn var í áskrift, einn keypti miða með appinu og loks var miði með bónusvinningnum keyptur í Hagkaupum á Seltjarnarnesi.
Þá var einn með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Þetta kemur fram hjá Íslenskri getspá.