Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:22 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira