Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 07:54 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22
Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31