Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 10:25 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hefur sætt gagnrýni eftir að framlög til kvikmyndasjóðs voru skert niður um þriðjung á milli ára. Á sama tíma samþykkti ríkisstjórnin að endurgreiða kvikmyndarisum, líkt og True North sem framleiðir nú HBO þættinu True Detective, 35 prósent af framleiðslukostnaði hérlendis. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Niðurskurður til kvikmyndasjóðs hefur verið harðlega gagnrýndur og sjónum beint að 35 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu, sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra stóð fyrir og er aðeins á færi svokallaðra kvikmyndarisa að nýta sér. Bandalag íslenskra listamanna segja niðurskurðinn jafnframt í hróplegri andstöðu við nýsamþykkta kvikmyndastefnu. Sjá einnig: Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent „Það er í raun alveg óskiljanleg ákvörðun að láta það gerast í kjölfar velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar og mikilvægi listgreinarinnar í fyrirsjáanlegri framtíð. Sjálfstæð íslensk kvikmyndagerð hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér heima fyrir, við að skrásetja okkar eigin samtíma og endurspegla hann okkur til gleði og aukins skilnings. En ekki síður gerir öflug íslensk kvikmyndagerðin okkur kleift að taka þátt í alþjóðlegu umhverfi á okkar eigin forsendum og skapa okkur sjálfstæða rödd í alþjóðlegu umhverfi. Óskiljanleg ákvörðun,“ segir í umsögninni. „Andlitslaust ráðstöfunarfé“ Þá þurfi að gera grein fyrir því fjármagni sem í dag er stærsti útgjaldaliður samninga og styrkja við listir og menningu sem kallað er „andlitslaust“ ráðstöfunarfé ráðuneytisins. Nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé í þeim kafla málaflokksins. Sá útgjaldaliður hækkar um 10 prósent milli ára, bandalagið kveðst hafa óskað eftir greiningu á slíkum útgjöldum en sú eftirgrennslan hefur ekki borið árangur. Til útksýringar er eftirfarandi skýringarmynd í umsögninni og segir að nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé málaflokksins.bandalag íslenskra listamanna Þjóðaróperu hvergi að finna Minnst er á áætlun um Þjóðaróperu er ekki að finna í þessari fjárlagagerð. Nefndir á vegum ráðuneytisins hefur á undanförnum árum unnið að undirbúningi Þjóðaróperu og stofnun hennar er á verkefnalista menningarmálaráðuneytisins sem kynntur var í Hörpu í upphafi starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að óperan sem listform skuli ekki eiga stöðugri starfsgrundvöll en raun ber vitni gerir menningarlandslag okkar fátæklegra en ásættanlegt er. Við eigum gríðarlegan fjölda hæfileikafólks í greininni sem flest starfar erlendis, því tækifærin og óperuumhverfið hér heima býður ekki upp á að þeir listamenn starfi hér nema stöku sinnum. Fyrir liggja hugmyndir og vinna í ráðuneytinu til að hrinda þessu í framkvæmd og því þarf að skapa rými í fjárlögum ríkisins,“ segir í umsögn bandalagsins. Loks er ítrekað hve illa margir listamenn hafi komið undan þeim samkomutakmörkunum sem faldurinn sett á störf þeirra, en bent á að listamenn séu líklega sá hópur sem fljótastur er að ná vopnum sínum vegna þess hve akur listarinnar er kvikur og lifandi. „Allar greinar listarinnar eru ekki bara verkfæri í öflugu framtíðarhagkerfi, þar sem verðmætasköpun mun byggja á hugmyndum og mannviti, laða að ferðamenn og hvetja til nýjunga og efla frjósama hugsunar – listin er fyrst og fremst okkar dýrmætasta verkfæri til að auðga mannlíf, dýpka skilning og tala máli mennskunnar. Á því er ekki vanþörf á þessum tímum.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Menning Tengdar fréttir Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Niðurskurður til kvikmyndasjóðs hefur verið harðlega gagnrýndur og sjónum beint að 35 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu, sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra stóð fyrir og er aðeins á færi svokallaðra kvikmyndarisa að nýta sér. Bandalag íslenskra listamanna segja niðurskurðinn jafnframt í hróplegri andstöðu við nýsamþykkta kvikmyndastefnu. Sjá einnig: Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent „Það er í raun alveg óskiljanleg ákvörðun að láta það gerast í kjölfar velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar og mikilvægi listgreinarinnar í fyrirsjáanlegri framtíð. Sjálfstæð íslensk kvikmyndagerð hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér heima fyrir, við að skrásetja okkar eigin samtíma og endurspegla hann okkur til gleði og aukins skilnings. En ekki síður gerir öflug íslensk kvikmyndagerðin okkur kleift að taka þátt í alþjóðlegu umhverfi á okkar eigin forsendum og skapa okkur sjálfstæða rödd í alþjóðlegu umhverfi. Óskiljanleg ákvörðun,“ segir í umsögninni. „Andlitslaust ráðstöfunarfé“ Þá þurfi að gera grein fyrir því fjármagni sem í dag er stærsti útgjaldaliður samninga og styrkja við listir og menningu sem kallað er „andlitslaust“ ráðstöfunarfé ráðuneytisins. Nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé í þeim kafla málaflokksins. Sá útgjaldaliður hækkar um 10 prósent milli ára, bandalagið kveðst hafa óskað eftir greiningu á slíkum útgjöldum en sú eftirgrennslan hefur ekki borið árangur. Til útksýringar er eftirfarandi skýringarmynd í umsögninni og segir að nokkrar listgreinar láti sér nægja litla sneið af ráðstöfunarfé málaflokksins.bandalag íslenskra listamanna Þjóðaróperu hvergi að finna Minnst er á áætlun um Þjóðaróperu er ekki að finna í þessari fjárlagagerð. Nefndir á vegum ráðuneytisins hefur á undanförnum árum unnið að undirbúningi Þjóðaróperu og stofnun hennar er á verkefnalista menningarmálaráðuneytisins sem kynntur var í Hörpu í upphafi starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að óperan sem listform skuli ekki eiga stöðugri starfsgrundvöll en raun ber vitni gerir menningarlandslag okkar fátæklegra en ásættanlegt er. Við eigum gríðarlegan fjölda hæfileikafólks í greininni sem flest starfar erlendis, því tækifærin og óperuumhverfið hér heima býður ekki upp á að þeir listamenn starfi hér nema stöku sinnum. Fyrir liggja hugmyndir og vinna í ráðuneytinu til að hrinda þessu í framkvæmd og því þarf að skapa rými í fjárlögum ríkisins,“ segir í umsögn bandalagsins. Loks er ítrekað hve illa margir listamenn hafi komið undan þeim samkomutakmörkunum sem faldurinn sett á störf þeirra, en bent á að listamenn séu líklega sá hópur sem fljótastur er að ná vopnum sínum vegna þess hve akur listarinnar er kvikur og lifandi. „Allar greinar listarinnar eru ekki bara verkfæri í öflugu framtíðarhagkerfi, þar sem verðmætasköpun mun byggja á hugmyndum og mannviti, laða að ferðamenn og hvetja til nýjunga og efla frjósama hugsunar – listin er fyrst og fremst okkar dýrmætasta verkfæri til að auðga mannlíf, dýpka skilning og tala máli mennskunnar. Á því er ekki vanþörf á þessum tímum.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Menning Tengdar fréttir Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52 Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. 28. september 2022 12:52
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. 16. september 2022 20:22