Er þetta tíundi leikurinn í röð í grísku úrvalsdeildinni þar sem Sverrir er í byrjunarliði PAOK þar sem Sverrir hefur eignað sér sitt sæti.
Khaled Narey kom PAOK yfir á 73. mínútu áður en Anthony Belmonte jafnaði leikinn fyrir Levadiakos á 93. mínútu leiksins.
Á Krít tók OFI Crete á móti Olympiacos en Guðmundur Þórarinsson leikur með OFI.
Guðmundur sat allan tíman á varamannabekk OFI sem tapaði 1-2 á heimavelli.
Andreas Ntoi, leikmaður Olympiacos, kom OFI Crete yfir með sjálfsmarki á 40. mínútu leiksins áður en Garry Rodrigues og Cedric Bakambu skoruðu sitthvort markið fyrir Olympiacos í síðari hálfleik.
Eftir úrslit dagsins eru Guðmundur og samherjar hans í OFI Crete í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki en Sverrir og félagar í PAOK eru í 5. sæti með 12 stig eftir jafna marga leiki.