Veðrið var verst á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem rauðar viðvaranir voru við gildi. Hættustigi var lýst yfir á öllum þremur stöðum.
Klukkan tíu í morgun var síðustu veðurviðvöruninni aflétt en appelsínugul viðvörun var á Austfjörðum þar til þá. Öðrum viðvörunum hafði verið aflétt í gærkvöldi, í nótt eða í morgun.