Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 17:31 Höfuð lágmyndar af þjóðskáldinu Þorsteini Valdimarssyni er komið í öruggt skjól Skógræktarinnar. Mynd/Skógræktin. Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar. Forsaga málsins er sú að höfuð brjóstmyndarinnar, sem er af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, var brotin af stalli sínum og numin á brott. Brjóstmyndin hafði staðið í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi. Á vef Skógræktarinnar segir að töluverð leit hafi verið gerð í skóginum og í grennd við stall brjóstmyndarinnar, án árangurs. Málið var kært til lögreglu sem hafði þó ekki orðið ágengt í rannsókn á hvarfi höfuðsins, þar til nú. „[R]annsókn hennar hafði engan árangur borið þar til fyrir helgi þegar lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum vegna allt annars verkefnis. Þar sá vökult auga lögreglumanns listaverkið sem horfið hefur verið í slétta tvo mánuði. Íbúi þar kvaðst hafa fundið höfuðið í runna,“ segir á veg Skógræktarinnar. Þar kemur einnig fram að lögregla hafi gefið boltann til Skógræktarinnar og að ekki verði aðhafst meira af hálfu lögreglu nema Skógræktin leggi fram kæru. „Í fljótu bragði telur lögregla ekki að listaverkið hafi verið fjarlægt til að koma málminum úr því í verð því ef svo væri hefði það trúlega aldrei komið í leitirnar,“ segir á vef Skógræktarinnar. Unnið verður nú að því að koma höfuði brjóstmyndarinnar af Þorsteini aftur á sinn stað. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Styttur og útilistaverk Lögreglumál Tengdar fréttir Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar. Forsaga málsins er sú að höfuð brjóstmyndarinnar, sem er af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, var brotin af stalli sínum og numin á brott. Brjóstmyndin hafði staðið í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi. Á vef Skógræktarinnar segir að töluverð leit hafi verið gerð í skóginum og í grennd við stall brjóstmyndarinnar, án árangurs. Málið var kært til lögreglu sem hafði þó ekki orðið ágengt í rannsókn á hvarfi höfuðsins, þar til nú. „[R]annsókn hennar hafði engan árangur borið þar til fyrir helgi þegar lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum vegna allt annars verkefnis. Þar sá vökult auga lögreglumanns listaverkið sem horfið hefur verið í slétta tvo mánuði. Íbúi þar kvaðst hafa fundið höfuðið í runna,“ segir á veg Skógræktarinnar. Þar kemur einnig fram að lögregla hafi gefið boltann til Skógræktarinnar og að ekki verði aðhafst meira af hálfu lögreglu nema Skógræktin leggi fram kæru. „Í fljótu bragði telur lögregla ekki að listaverkið hafi verið fjarlægt til að koma málminum úr því í verð því ef svo væri hefði það trúlega aldrei komið í leitirnar,“ segir á vef Skógræktarinnar. Unnið verður nú að því að koma höfuði brjóstmyndarinnar af Þorsteini aftur á sinn stað.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Styttur og útilistaverk Lögreglumál Tengdar fréttir Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18