Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 12:01 Dominykas Milka horfir á Adomas Drungilas sem er þarna að mótmæla brottrekstrarvillu sinni. S2 Sport Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira