Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2022 07:12 Í viðtalinu sagði Biden einnig að það væri tímabært að endurskoða tengsl Bandaríkjanna og Sádi Arabíu, eftir að Sádi Arabía tók afstöðu með Rússum með því að samþykkja að draga úr olíuframleiðslu. Getty/Drew Angerer Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við CNN í gær en aðspurður sagði hann óábyrgt að tjá sig um það hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu mögulega bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín hefði misreiknað dæmið þegar hann réðist inn í Úkraínu, haldandi að Rússum yrði tekið með opnum örmum. Biden sagðist þó ekki telja Rússlandsforseta myndu grípa til þess örþrifaráðs að nota kjarnorkuvopn en allt tal um notkun þeirra væri óábyrgt og gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Pútín gæti ekki haldið áfram að tala um notkun kjarnorkuvopna eins og notkun þeirra væri rökrétt. Biden vildi ekki svara því hvar „rauða línan“ lægi en þegar hann var spurður að því hvort hermálayfirvöld í Pentagon hefðu verið beðin um að kanna öll möguleg viðbrögð sagði forsetinn að þess hefði ekki verið þörf og vísaði þannig til þess að möguleikinn á kjarnorkustríði væri alltaf til skoðunar. Þá sagðist forsetinn ekki sjá tilgang með því að setjast niður með Pútín á næsta fundi G20-ríkjanna í Indónesíu í nóvember, nema þá mögulega til að ræða lausn körfuknattleikskonunnar Brittney Griner. Bandaríkin Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við CNN í gær en aðspurður sagði hann óábyrgt að tjá sig um það hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu mögulega bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín hefði misreiknað dæmið þegar hann réðist inn í Úkraínu, haldandi að Rússum yrði tekið með opnum örmum. Biden sagðist þó ekki telja Rússlandsforseta myndu grípa til þess örþrifaráðs að nota kjarnorkuvopn en allt tal um notkun þeirra væri óábyrgt og gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Pútín gæti ekki haldið áfram að tala um notkun kjarnorkuvopna eins og notkun þeirra væri rökrétt. Biden vildi ekki svara því hvar „rauða línan“ lægi en þegar hann var spurður að því hvort hermálayfirvöld í Pentagon hefðu verið beðin um að kanna öll möguleg viðbrögð sagði forsetinn að þess hefði ekki verið þörf og vísaði þannig til þess að möguleikinn á kjarnorkustríði væri alltaf til skoðunar. Þá sagðist forsetinn ekki sjá tilgang með því að setjast niður með Pútín á næsta fundi G20-ríkjanna í Indónesíu í nóvember, nema þá mögulega til að ræða lausn körfuknattleikskonunnar Brittney Griner.
Bandaríkin Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira