„Við verðum að grípa í taumana“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 12. október 2022 22:23 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan. Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Andrés málið snúast um forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum, að þau skipti máli. Nauðsynlegt sé fyrir ríkisstjórnina að horfast í augu við stöðuna. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi í fimm ár verið að monta sig af því að vera sú metnaðarfyllsta í Íslandssögunni í loftslagsmálum þá er hún miklu meira að tala en að gera. Tölurnar eru bara farnar að sýna okkur það að á síðasta ári jókst losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum og það er bara afrakstur af allt of litlum metnaði stjórnarinnar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir Alþingi þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin en engar líkur séu á að ríkisstjórnin geti sammælst um nægilega róttækar aðgerðir í loftslagsmálum. Hann játar því að ekki sé nógu mikil samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál og kallar það pólitískt neyðarástand. „Við sem Alþingi, sem fulltrúar alls almennings og sem fólkið sem ber ábyrgð á að næstu kynslóðir geti átt hér sómasamlegt líf líka, við verðum bara að grípa í taumana,“ segir Andrés Ingi. Viðtalið við Andrés Inga ásamt ræðu hans á þingi í dag má sjá hér að ofan.
Alþingi Píratar Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33 Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ 4. október 2021 12:33
Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. 4. maí 2019 20:30