Vantar raddir í virkjanakórinn? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 13. október 2022 13:01 Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun