Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 13:39 Skylark L eldflaug á skotpalli á Langanesi um síðustu helgi. Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28