Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 20:03 Þingnefndin að störfum. Alex Wong/Pool Photo via AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00