Robbie Coltrane er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:58 Robbie Coltrane er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter. Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003. Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003.
Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira