Birkir byrjaði á varamannabekk Adana Demirspor en kom inn á leikvöllinn á 87. mínútu í 1-4 útisigri Demirspor á Kasimpasa.
Younès Belhanda, Babajide Akintola, Henry Onyekuru og Badou Ndiaye skoruðu mörk Demirpsor í leiknum.
Með sigrinum er Adana Demirspor eitt í efsta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 21 stig. Demirspor er með þriggja stiga forskot á bæði Besiktas og Konyaspor sem eiga þó bæði einn leik til góða.
Burnley 4-0 Swansea
Burnley vann fjögurra marka sigur á heimavelli gegn Swansea í næst efstu deild Englands, Championship, með mörkum Vitinho og Anass Zaroury ásamt tveimur mörkum frá Jay Rodriguez.
Jóhann Berg Guðmundsson hóf leikinn á varamannabekk Burnley en var skipt inn á völlinn fyrir Nathan Tella á 62. mínútu.
Sigurinn lyftir Burnley í efsta sæti Championship deildarinnar þar sem Sheffield United gerði 3-3 jafntefli við Blackpool á sama tíma. Bæði Burnley og Sheffield eru með 25 stig eftir 14 umferðir.
Bolton 0-0 Barnsley
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Bolton gerði markalaust jafntefli á móti Barnsley í þriðju efstu deild Englands, League One.
Jón Daði spilaði alls í 76 mínútur áður en honum var skipt af velli. Með jafnteflinu fer Bolton í 21 stig í 7. sæti League One.