Union Berlín áfram á toppnum | Napoli á toppi Serie A Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 21:00 Union Berlín er óvænt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/FILIP SINGER Union Berlín, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann Borussia Dortmund 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira