Stöð 2 Sport 2
Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá þar sem Andri Ólafsson fer yfir allt það helsta sem gerðist í 6. umferð NFL deildarinnar.
Klukkan 23.30 hefst bein útsending frá fyrsta leik tímabilsins í NBA deildinni í körfubolta. Þar mætast Boston Celtics og Philadelphia 76ers en Celtics fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð.
Þar laut Boston í gras gegn Golden State Warriors sem verður í beinni útsendingu frá 02.00 þegar meistararnir mæta Los Angeles Lakers.
Stöð 2 Esport
Klukkan 21.00 er þátturinn Queens á dagskrá.