Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 08:05 Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fyrirtækið Gagnaeyðing ehf. sóttist eftir leyfi til áfrýjunar eftir að Landsréttur ákvað að hafna kröfu fyrirtækisins um að úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála yrði felldur úr gildi. Forsvarsmenn Gagnaeyðingar voru ósáttir með notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu „örugg eyðing gagna“, sem Gagnaeyðing taldi sig hafa skapað vörumerkjavernd á með „umfangsmikilli og langvarandi notkun þess“. Vildi Gagnaeyðing sömuleiðis meina að notkun Íslenska gámafélagsins bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Gagnaeyðing kvartaði á sínum tíma til Neytendastofu vegna málsins. Úr varð að Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu að nota orðasambandið, en áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði hins vegar í ársbyrjun 2019 að úrskurður Neytendastofu skyldi felldur úr gildi. Gagnaeyðing leitaði þá til dómstóla, en bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur töldu að Gagnaeyðing hafi hins vegar ekki fært sönnur á að orðasambandið „örugg eyðing gagna“ hefði öðlast nægilegt sérkenni til að unnt væri að fallast á að það nyti vörumerkjaréttar á grundvelli vörumerkjalaga. Því hafi Íslenska gámafélagið ekki geta gerst brotlegt við lög. Landsréttur komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að notkun Íslenska gámafélagsins á orðasambandinu hefði ekki verið slík að hún væri til þess fallin að villst yrði á starfsemi þess og Gagnaeyðingar og þeirri þjónustu sem félögin byðu upp á. Hæstiréttur taldi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Gagnaeyðingar. Sömuleiðis verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómurinn hafi því ákveðið að hafna beiðninni. Gagnaeyðing höfðaði á sínum tíma mál gegn bæði Íslenska gámafélaginu og Neytendastofu. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að Íslenska gámafélagið hafi lagst gegn áfrýjunarbeiðninni en Neytendastofa hafi ekki gert það.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira