„Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 18:16 Hinn mjög svo vinsæli Svavar Pétur, Prins Póló, hefur yfirgefið sviðið. Hann var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. vísir/vilhelm Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm
Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58