Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 14:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Þær stigu fram í fyrradag og greindu frá stöðu mála. Vísir/Arnar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“ Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04