Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2022 20:04 Björgvin Þór er öflugur kornbóndi og svínaræktandi. Hér stendur hann í hveitiakri í Gunnarsholti. Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín. Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira