Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 09:51 Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Ferðafélags Íslands. Kristinn Ingvarsson Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Önnu Dóru í helgarblaði Fréttablaðsins. Ólga innan Ferðafélagsins Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í síðasta mánuði. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Segir engan vilja innan stjórnar til að taka á málunum Í viðtalinu í Fréttablaðinu fer Anna Dóra yfir sína hlið málsins þar sem hún lýsir erfiðu sambandi við Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra félagsins og stjórn félagsins. Lítill vilji hafi verið á því að taka á málum sem tengdust kynferðislegu ofbeldi eða áreitni innan félagsins. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmdastjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ er haft eftir Önnu Dóru í viðtalinu. Í viðtalinu kemur einnig fram að Anna Dóra að þau málefni sem hún hafi tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, hafi greinilega eingöngu verið toppurinn á ísjakanum. „Þau málefni sem ég hafði tekið á, varðandi kynferðislega áreitni, voru greinilega bara toppurinn á ísjakanum. Það hafa konur haft samband við mig sem hafa lent í slíku, sumar létu félagið vita án þess að tekið væri á því en aðrar treystu sér ekki. Málin eru mikið fleiri en ég hafði grun um og sömu nöfnin dúkka upp aftur og aftur.“ Lesa má helgarviðtal Fréttablaðsins hér.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Félagasamtök Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira