Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 14:31 Karen Knútsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram í vor. vísir/Diego Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira