Anníe byrjar að keppa á Rogue Invitational mótinu á fimmtudaginn en hún er ein af þeim útvöldu sem fengu þátttökurétt á þessu sterka móti.
Anníe keppti í liðakeppni á síðasta CrossFit tímabili og því fengum við ekki mælikvarða á stöðu hennar en ættum að fá góða vísbendingar um það á þessu móti.
Anníe sýndi hvernig æfingarnar ganga fyrir sig þegar þú ert á ferðinni í útlöndum með tveggja ára dóttur þína með í för.
Freyja Mist er nefnilega með í ferðinni og hún fylgdist með mömmu sinni á æfingu í gær.
Freyja var að horfa á Elsu úr Frozen þegar hún kom til mömmum sinnar og fékk síðan Anníe til að syngja brot úr laginu ógleymanlega Let it go. Lag sem flestir foreldrar hafa heyrt oftar en aðrir.
Hér fyrir neðan má sjá mæðgurnar á æfingunni í Texas í gær.