Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. október 2022 23:51 Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir eru stofnendur Lava show. Stöð 2/Bjarni Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 skelltu sér til Englands til þess að fylgjast með viðburðinum og ræða við þá sem að honum standa. Þeirra á meðal er Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir Bretlandsmarkað vera flugfélaginu gríðarlega mikilvægur, sérstaklega yfir vetrartímann þegar 35 flug fara til og frá Bretlandseyjum í hverri viku. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Bogi segir tilgang viðburðarins vera að mynda tengsl við ferðaþjónustuaðila í Bretlandi og reyna að fá fleiri til að leggja leið sína til Íslands. „Þetta er mjög spennandi fyrir okkur og íslenska ferðaþjónustu,“ segir hann. Gefa nasaþef af ferðalögum til Íslands Bogi Nils segir þá sem standa að kynningarviðburðinum vera að gefa Bretum og fleirum nasaþef af Íslandi. „Við erum að gefa þeim nasaþef af Blá lóninu, jöklum og eldgosum hérna inni, þannig að það er mjög spennandi að koma hér inn og ekki síst fyrir Breta,“ segir hann. Forsvarsmenn sýningarinnar Lava show settu upp tilkomumikla sýningu þar sem hraun frá Íslandi var brætt og því leyft að flæða úr keri. Hraunið flæddi á viðburðinum.Stöð 2/Bjarni Þeir segja gestum sýningarinnar hafa fundist sýningin gríðarlega tilkomumikil enda hafi margir þeirra ekki trúað því að um raunverulegt hraun væri að ræða áður en þeir sáu það með eigin augum. Þeir segja viðburðinn fyrirtækinu gríðarlega mikilvæga enda stíli þeir að miklu leiti inn á erlenda ferðamenn. Auk innsetninga á sýningunni gátu gestir séð íslenska listamenn leika listir sínar á sviði. Þeirra á meðal voru uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson og tónlistarmaðurinn Hermigervill. Hermigervill tróð upp fyrir gesti og gangandi.Vísir/elísabet Ferðamennska á Íslandi Bretland Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 skelltu sér til Englands til þess að fylgjast með viðburðinum og ræða við þá sem að honum standa. Þeirra á meðal er Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir Bretlandsmarkað vera flugfélaginu gríðarlega mikilvægur, sérstaklega yfir vetrartímann þegar 35 flug fara til og frá Bretlandseyjum í hverri viku. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Bogi segir tilgang viðburðarins vera að mynda tengsl við ferðaþjónustuaðila í Bretlandi og reyna að fá fleiri til að leggja leið sína til Íslands. „Þetta er mjög spennandi fyrir okkur og íslenska ferðaþjónustu,“ segir hann. Gefa nasaþef af ferðalögum til Íslands Bogi Nils segir þá sem standa að kynningarviðburðinum vera að gefa Bretum og fleirum nasaþef af Íslandi. „Við erum að gefa þeim nasaþef af Blá lóninu, jöklum og eldgosum hérna inni, þannig að það er mjög spennandi að koma hér inn og ekki síst fyrir Breta,“ segir hann. Forsvarsmenn sýningarinnar Lava show settu upp tilkomumikla sýningu þar sem hraun frá Íslandi var brætt og því leyft að flæða úr keri. Hraunið flæddi á viðburðinum.Stöð 2/Bjarni Þeir segja gestum sýningarinnar hafa fundist sýningin gríðarlega tilkomumikil enda hafi margir þeirra ekki trúað því að um raunverulegt hraun væri að ræða áður en þeir sáu það með eigin augum. Þeir segja viðburðinn fyrirtækinu gríðarlega mikilvæga enda stíli þeir að miklu leiti inn á erlenda ferðamenn. Auk innsetninga á sýningunni gátu gestir séð íslenska listamenn leika listir sínar á sviði. Þeirra á meðal voru uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson og tónlistarmaðurinn Hermigervill. Hermigervill tróð upp fyrir gesti og gangandi.Vísir/elísabet
Ferðamennska á Íslandi Bretland Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira