Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 22:14 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur ræddi niðurstöðu Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2 Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur ræddi niðurstöðu Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þarna er mikið skipulag og eins og segir í dómi Landsréttar ofsafengið og einbeittur ásetningur. Dómar í Landsrétti hafa metið það sem svo að þarna hafi verið samverkafólk, þau hafa verið nokkur þarna saman að skipuleggja þetta brot. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður, í því ljósi er skiljanlegt að við séum að sjá þyngri dóm en við höfum verið að sjá áður,“ segir hún. Þá segir hún að vel megi vera að eðlisbreyting sé að verða í íslenskum glæpaheimi. Áður hafi þó gerst að tveir menn hafi skipulagt morð saman og dómar í þeim málum fyrir þrjátíu árum hafi einnig verið þungir. „Þannig að þetta er ekki einsdæmi en svona þar sem lítur út fyrir að manndráp sé mjög skipulagt og tengist jafnvel skipulagðri brotastarfsemi, það bendir til þess að það sé einhver breyting,“ segir Margrét. Hún segir þunga í dóma Landsréttar í dag endurspegla þá breytingu. Eðlilegt að viðsnúningur komi verjendum á óvart Margrét segir ekki óeðlilegt að það hafi komið verjendum þremenninganna, sem sakfelldir voru fyrir samverknað í dag, að sýknudómi héraðsdóms hafi verið snúið við í Landsrétti. „En sýknan hjá héraðsdómi kom mörgum líka á óvart,“ segir hún. Verjendur þeirra Murats Selivrada og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho sögðu báðir að þeim hefði komið á óvart að umbjóðendur þeirra hafi verið sakfelldir, þegar fréttastofa ræddi við þá fyrir utan dómsal í dag. Geir Gestsson, verjandi Murats, sagði að saklaus maður hefði verið sakfelldur og að dagurinn í dag væri ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Hann sagði augljóst að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar og að hann væri líklegur til að taka málið fyrir. Steinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði refsingu þremenninganna langt umfram það sem hefði mátt búast við og að einsýnt væri að málið kæmi til kasta Hæstaréttar. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 „Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59 Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur ræddi niðurstöðu Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þarna er mikið skipulag og eins og segir í dómi Landsréttar ofsafengið og einbeittur ásetningur. Dómar í Landsrétti hafa metið það sem svo að þarna hafi verið samverkafólk, þau hafa verið nokkur þarna saman að skipuleggja þetta brot. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður, í því ljósi er skiljanlegt að við séum að sjá þyngri dóm en við höfum verið að sjá áður,“ segir hún. Þá segir hún að vel megi vera að eðlisbreyting sé að verða í íslenskum glæpaheimi. Áður hafi þó gerst að tveir menn hafi skipulagt morð saman og dómar í þeim málum fyrir þrjátíu árum hafi einnig verið þungir. „Þannig að þetta er ekki einsdæmi en svona þar sem lítur út fyrir að manndráp sé mjög skipulagt og tengist jafnvel skipulagðri brotastarfsemi, það bendir til þess að það sé einhver breyting,“ segir Margrét. Hún segir þunga í dóma Landsréttar í dag endurspegla þá breytingu. Eðlilegt að viðsnúningur komi verjendum á óvart Margrét segir ekki óeðlilegt að það hafi komið verjendum þremenninganna, sem sakfelldir voru fyrir samverknað í dag, að sýknudómi héraðsdóms hafi verið snúið við í Landsrétti. „En sýknan hjá héraðsdómi kom mörgum líka á óvart,“ segir hún. Verjendur þeirra Murats Selivrada og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho sögðu báðir að þeim hefði komið á óvart að umbjóðendur þeirra hafi verið sakfelldir, þegar fréttastofa ræddi við þá fyrir utan dómsal í dag. Geir Gestsson, verjandi Murats, sagði að saklaus maður hefði verið sakfelldur og að dagurinn í dag væri ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Hann sagði augljóst að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar og að hann væri líklegur til að taka málið fyrir. Steinbergur Finnbogason, verjandi Claudiu, sagði refsingu þremenninganna langt umfram það sem hefði mátt búast við og að einsýnt væri að málið kæmi til kasta Hæstaréttar.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 „Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59 Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07
„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59
Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01