Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira