Guðmundur yfir í Garðabæinn Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 14:54 Guðmundur Kristjánsson hefur leikið með FH síðustu ár. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag. Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar. Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira
Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.
Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira